Bobbi Brown færð á líknardeild

Bobbi Kristina Brown ásamt móður sinni Whitney Houston.
Bobbi Kristina Brown ásamt móður sinni Whitney Houston. PictureGroup / Rex Features

Bobbi Kristina Brown, dóttir söngkonunnar Whitney Houston og söngvarans Bobby Brown, hefur verið færð á líknardeild, en Bobbi Brown fannst meðvitundarlaus í baðkari á heimili sínu þann 31. janúar sl. Í yfirlýsingu í dag frá frænku hennar, Pat Houston, kemur fram að ástand Bobbi hafi versnað.

Segir þar að öllum sem hafi stutt fjölskylduna og beðið fyrir henni sé þakkað fyrir velvild þeirra, en að hún sé nú í guðs höndum. 

Pat Houston og Bobby Brown, faðir Bobbi, voru í síðasta mánuði gerð að tilsjónarmönnum hennar, en Bobbi er 22 ára. Móðir hennar, Whitney Hou­st­on, drukknaði í baðkari í fe­brú­ar 2012.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar