Bristol Palin, dóttir Söruh Palin, fyrrverandi varaforsetaefnis Bandaríkjanna, greindi frá því í gær á bloggsíðu sinni að hún ætti von á barni. Palin hljómaði ekki beint ánægð með óléttuna en árið 2008 vakti það mikla athygli þegar hún varð barnshafandi í miðri kosningabaráttu móður sinnar. Þá var hún átján ára gömul.
„Satt best að segja hef ég reynt að vera bjartsýn,“ skrifaði Palin á heimasíðu sína í gærkvöldi. Í síðasta mánuði var brúðkaupi Palin og Dakota Meyer aflýst. Meyer er hermaður og hefur m.a. fengið æðstu heiðursorðu Bandaríkjahers.
„Lífið heldur áfram, sama hvað,“ skrifaði Palin áfram. „Sama hvernig þér líður; þú ferð á fætur, klæðir þig, mætir og gefst aldrei upp. Þegar lífið verður erfitt er ekkert í boði nema verða harðari.“
Hún kallaði óléttuna jafnframt „mikil vonbrigði fyrir fjölskyldu mína, nána vini og mörg ykkar“, í færslunni og á þá væntanlega við aðdáendur sína. Hún bað jafnframt um að einkalíf sitt og sex ára sonar síns Tripps yrði virt.
„Ég vil ekkert tiltal og ég vil enga samúð. Mín litla fjölskylda hefur alltaf og mun alltaf vera í fyrsta sæti. Tripp, þetta nýja barn og ég verðum öll í lagi vegna þess að guð er miskunnsamur.“
Sarah Palin tilkynnti á Facebook að brúðkaupi dóttur hennar og Meyer væri aflýst tæpri viku áður en það átti að eiga sér stað.
Umfjöllun Today Show um málið.