„Sorgmæddur og miður sín“

Jeremy Clarkson var látinn fjúka fyrr á árinu.
Jeremy Clarkson var látinn fjúka fyrr á árinu. BBC

Jeremy Clarkson segist vera „sorgmæddur og miður sín að hlutirnir skyldu enda svona“ eftir að síðasti þáttur Top Gear, þar sem hann var enn stjórnandi, var sýndur í gær.

Þátturinn var tekinn var upp á meðan Clarkson stjórnaði Top Gear ásamt félögum sínum James May og Rich­ard Hammond, en eins og fjallað hefur verið um var Clarkson vikið úr starfi á BBC eftir að hafa slegið fram­leiðanda þátt­anna eft­ir rifr­ildi. 

Þátturinn er einnig sá síðasti sem May og Hammond stjórna, en þeir hafa þegar tilkynnt að þeir muni ekki snúa til baka en taka frek­ar þátt í öðru efni með fyrr­ver­andi fé­laga sín­um.

Ásamt myndefninu sem tekið hafði verið upp fyrir þáttinn komu May og Hammond fram í myndveri og buðu sjónvarpsáhorfendur velkomna í „það sem eftir er af Top Gear“. Ólíkt því sem venjulega var, þegar myndverið var fullt af áhorfendum og Clarkson var þar með þeim, voru þeir aðeins tveir í settinu. 

Með þeim í myndverinu var þó „fíllinn í herberginu“ - stór plastfíll sem þeir kölluðu Jeremy. Það er því ljóst að félagarnir hafa verið tilbúnir að slá á létta strengi, þrátt fyrir tilfinningaþrungið andrúmsloft.

Fyrr­ver­andi sjón­varps­stjarn­an og út­varps­maður­inn Chris Evans hef­ur verið ráðinn þátta­stjórn­andi í Top Gear. Samn­ing­ur­inn er til þriggja ára en ekki hef­ur verið gefið út hverj­ir muni stjórna þætt­in­um með hon­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar