Mynd sem íslensk stúlka deildi á Facebook gengur nú manna á milli á Twitter.
Myndin sýnir stúlkuna í vettlingum sem hún segir vera prjónaða úr feldi hunds hennar sem drapst fyrir tveimur árum. Mynd af hundinum er felld inn í og virðist hann vera af tegundinni Chihuahua.
„Það gladdi litla hjartað mitt að sjá og máta þessa vettlinga sem eru prjónaðir úr feldinum hans Gosans míns sem kvaddi fyrir 2 árum síðan,“ skrifar stúlkan og bætir við „Það sem ég sakna hans.“
Uppfært 22: 53
mbl.is hefur fengið staðfest að vettlingarnir eru svo sannarlega prjónaðir úr feldi Gosa. Eigandi Gosa mun hafa safnað hári sem féll af Gosa meðan hann var á lífi og gaf konu sem prjónaði úr því snoturt vettlingapar.
Frétt mbl.is: Sárnar viðbrögð fólks við vettlingunum
<blockquote class="twitter-tweet">Það <a href="http://t.co/sycxklMIVB">pic.twitter.com/sycxklMIVB</a>
— Máni Steinn Ómarsson (@ManiSteinnO) <a href="https://twitter.com/ManiSteinnO/status/617800990868291584">July 5, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>