Liz Kendell, leiðtogaefni Verkamannaflokksins í Bretlandi, hefur kvartað yfir muninum á spurningum sem fjölmiðlamenn spyrja konur og karla í stjórnmálum. Hún ljáði máls á þessu eftir að fjölmiðlamenn spurðu hana ítrekað hversu þung hún væri.
Þá er tilvalið að skoða 6 spurningar sem konur hafa fengið en væri ólíklegra að karlar fengju.
1. Valdirðu slæma kærasta? Julia Gillard, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, var spurð þessarar spurningar í viðtali í fyrra.
2. Mun landið okkar vilja fylgjast með konu eldast? Hillary Clinton fékk þessa spurningu í útvarpsþætti árið 2007.
3. Hefurðu lesið bókina 50 gráir skuggar? Leiðtogi verkamannaflokksins, Harriet Harman, var spurð þessarar spurningar árið 2012. „Ekki vera með þessa vitleysu. Auðvitað hef ég lesið gögnin um samrunan,“ var hennar svar.
4. Af hverju giftirðu þig ekki? Geturðu ekki eignast börn? Ayaka Shiomura, var á borgarstjórnarfundi í Tokyo í fyrra þegarþessum spurningum var varpað fram. „Það ætti ekki að spyrja svona spurninga, þetta kemur stjórnmálum ekkert við. Það ætti að sýna fólki virðingu þegar það svarar spurningum,“ sagði Shiomura.
5. Hverjir eru þínir uppáhaldsfatahönnuðir? Hillary Clinton var spurð að því árið 2010. Hún varð nokkuð hissa. „Myndirðu spyrja karlmann þessarar spurningar?“ Spyrlinum brá nokkuð og viðurkenndi að hann myndi ekki spyrja karlmann út í uppáhalds fatahönnuðinn hans.
6. Hvað er málið með hárið á þér? Suður-Afríska stjórnmálakonan Lindiwe Mazibuko þurfti að svara þessari spurningu fyrir tveimur árum. Koos van der Merwe, stjórnmálamaður úr öðrum flokki, sagði þetta og bætti við: „Hún verður að útskýra hvað hún er að gera við hárið á sér áður en hún heldur áfram.“ Mazibuko tweetaði um þetta:
So, my body is trending in Parliament.Last year, it was my hair. When will ANC just come out & say "You disgust us because you're a woman."?
— Lindiwe Mazibuko (@LindiMazibuko) June 12, 2013
Frétt Independent um málið