Kom að læstum dyrum hjá BBC

Jeremy Clarkson var látinn fjúka fyrr á árinu.
Jeremy Clarkson var látinn fjúka fyrr á árinu. AFP

Forsvarsmenn BBC eru sagðir hafa læst skrifstofum í höfuðstöðvunum þegar Jeremy Clarkson mætti aftur til vinnu til þess að taka upp síðustu atriðin fyrir Top Gear. „Skrifstofurnar voru lokaðar til þess að koma í veg fyrir að ég myndi taka mér mér minningargrip. Bílskúrinn var líka tómur,“ segir Clarkson í samtali við The Telegraph.

Clarkson mætti aftur á kappakstursbrautina í síðustu viku til þess að taka upp nokkur atriði í góðgerðarskini. „Ég var svolítið hrærður þegar ég ók í gegnum hliðið í síðasta skiptið,“ viðurkenndi Clarkson. 

Segir hann kappakstursbrautina geyma margar góðar minningar. Síðasti hringur Clarksons var ekki af verri endanum en hann ók þá á glænýjum Ferrari 488 sem var nýkominn til landsins frá Ítalíu. „Ég sá til þess að síðasti hringurinn var góður. Glæsilegur. Hringur sem hefði gert Stig stoltann,“ sagði Clarkson.

Chris Evans hefur verið ráðinn sem nýr þáttastjórnandi Top Gear. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka