Fær Baltasar Kormákur Óskarstilnefningu?

Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri.
Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri. mbl.is/Ómar Óskarsson

Það er víst aldrei of snemmt að byrja að spá í Óskarsverðlaununum og hefur The Guardian tekið saman lista yfir 40 kvikmyndir sem líklegar þykja til þess að hreppa tilnefningu til verðlaunanna.

Meðal þeirra sem nefndar eru til sögunnar í umfjöllun blaðamannsins Nigel M. Smith er kvikmyndin Everest í leikstjórn Baltasars Kormáks. Kvikmyndin verður opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum og segir Smith það kunna góðri lukku að stýra þegar kemur að verðlaunakapphlaupinu. Bendir hann á að síðustu tvær opnunarmyndir hátíðarinnar, Gravity og Birdman, hafi báðar hlotið fjölda tilnefninga sem og stór verðlaun.

Hvað þá flokka Óskarsverðlaunanna sem kvikmyndin gæti verið tilnefnd til varðar nefnir Smith flokkana besta kvikmynd, besta leikstjórn og besti leikari í aukahlutverki.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/dOHS-mxn0RQ" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson