Fannst Craig ekki henta sem Bond

Daniel Craig fer með hlutverk James Bond.
Daniel Craig fer með hlutverk James Bond. mbl.is/AFP

Leikstjórinn Sam Mendes, sem leikstýrir Spectre, nýjustu James Bond-myndinni, sagði í viðtali við BBC að honum hafi ekki fundist leikarinn Daniel Craig passa í hlutverk James Bond þegar að hann tók fyrst við hlutverkinu. Mendes segir að honum hafi fundist hugmyndin skelfileg í upphafi en nú hafi hlutverkið þróast með leikaranum og fari honum vel.

„Craig lék í myndinni Road To Perdition sem ég leikstýrði fyrir fimmtán árum  síðan í Chicago. Þegar hlutverk James Bond losnaði fannst mér það afleidd hugmynd að fá Craig í það. Fyrir mér var James Bond andstæðan við Craig, mér fannst ástríða og heiðarleiki Craigs sem leikara ekki passa við hlutverkið. En svo þegar að ég sá myndina í bíó fattaði ég að þetta hafði allt verið bull í mér.“

Mendez leikstýrði Craig einnig í myndinni Skyfall árið 2012. Hann segist þó ekki ætla að taka að sér þriðju myndina. „Ég neitaði reyndar þegar ég var beðinn um að leikstýra Spectre en hér er ég.“

Sam Mendez leikstjóri (t.v.)
Sam Mendez leikstjóri (t.v.) AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir