Varúð: Frétt þessi gæti innihaldið gleðispilli (e. spoiler).
Leikarinn Kit Harington hefur sést í Belfast ásamt öðrum leikurum Game of Thrones. Eru leikararnir í borginni við samlestur á handriti sjöttu þáttaraðar Game of Thrones en eins og aðdáendur þáttanna vita (hér kemur gleðispillirinn) var persóna Harington, John Snow, drepin í lok fimmtu þáttaraðarinnar.
Þykir vera Harington í borginni renna stoðum undir þá kenningu að Snow sé hreint ekki liðinn og muni endurholdgast þegar hinir svikulu verðir veggsins reyna að brenna lík hans. Hinsvegar má einnig velta því upp hvort Harington sé hugsanlega í borginni til að afvegaleiða aðdáendur eða jafnvel til að undirbúa sig fyrir hlutverk sitt sem lík.
Það að Harington hafi ekki klippt á sér hárið þykir enn fremur benda til þess að Snow sé ekki dauður úr öllum æðum en hann hefur kvartað undan því að hafa verið samningsbundinn síðu lokkunum á meðan á tökum þáttarins stendur.
<blockquote class="twitter-tweet">Came across this. Kit Harington in Belfast saying he's not allowed pictures is literally the biggest GoT spoiler 😂 🙌🏻 <a href="http://t.co/sjF8zDpJVw">pic.twitter.com/sjF8zDpJVw</a>
— Sian (@sianram_) <a href="https://twitter.com/sianram_/status/623249149853585409">July 20, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>