Fullt út úr dyrum í drusluveislu

Druslur víla það ekki fyrir sér að bíða í röð …
Druslur víla það ekki fyrir sér að bíða í röð eftir að komast í teitið. mbl.is/Gunnar Dofri

Fullt er út úr dyrum á skemmtistaðnum Húrra þar sem upphitunarteiti fyrir Druslugöngu laugardagsins fer fram.

Að sögn blaðamanns mbl.is er stemningin mögnuð og nær röðin um 40 metra frá dyrum staðarins. Er þetta í fimmta sinn sem Druslugangan er gengin en í ár hefur hún fengið byr undir báða vængi fyrir sakir Beauty tips byltingarinnar svokölluðu þar sem ungar konur tjáðu sig um reynslu sína af kynferðisofbeldi og skiluðu skömminni undir myllumerkinu #þöggun.

Í veislunni er ýmis varningur tengdur göngunni til sölu en jafnframt kemur tónlistarfólkið Dj. flugvél og geimskip, Vaginaboys, Sturla Atlas og Dj Sunna Ben fram.

Sumar druslurnar skarta skeggi.
Sumar druslurnar skarta skeggi. mbl.is/Árni Sæberg
Skipuleggjendur göngunnar eru að sjálfsögðu lukkulegir.
Skipuleggjendur göngunnar eru að sjálfsögðu lukkulegir. mbl.is/Árni Sæberg
Allir brostu út að eyrum hvar sem ljósmyndari mbl.is leit.
Allir brostu út að eyrum hvar sem ljósmyndari mbl.is leit. mbl.is/Árni Sæberg
Þó úti sé bjart dunar dansinn inni á Húrra.
Þó úti sé bjart dunar dansinn inni á Húrra. mbl.is/Gunnar Dofri
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir