Fullt er út úr dyrum á skemmtistaðnum Húrra þar sem upphitunarteiti fyrir Druslugöngu laugardagsins fer fram.
Að sögn blaðamanns mbl.is er stemningin mögnuð og nær röðin um 40 metra frá dyrum staðarins. Er þetta í fimmta sinn sem Druslugangan er gengin en í ár hefur hún fengið byr undir báða vængi fyrir sakir Beauty tips byltingarinnar svokölluðu þar sem ungar konur tjáðu sig um reynslu sína af kynferðisofbeldi og skiluðu skömminni undir myllumerkinu #þöggun.
Í veislunni er ýmis varningur tengdur göngunni til sölu en jafnframt kemur tónlistarfólkið Dj. flugvél og geimskip, Vaginaboys, Sturla Atlas og Dj Sunna Ben fram.