Peppa sig upp fyrir Druslugönguna

Hjalti Vigfússon og Ingileif Friðriksdóttir skipuleggjendur göngunnar.
Hjalti Vigfússon og Ingileif Friðriksdóttir skipuleggjendur göngunnar.

Í kvöld fer fram Druslu pepp-partý á skemmtistaðnum Húrra. Hægt verður að versla allskonar varning eins og derhúfur, boli og tyggjóhúðflúr fyrir gönguna sem fer fram á laugardaginn.

Dj Sunna Ben, einn af skipuleggjendum göngunnar, mun skemmta gestum en ásamt henni koma líka dj. flugvél og geimskip, Vaginaboys og Sturla Atlas fram. 

Þá er hægt að fylgjast með skipuleggjendum göngunnar í gegnum Nova-snappið í dag en í morgun fóru þau með varning til Dags B. Eggertssonar borgarstjóra sem að er dyggur stuðningsmaður göngunnar. 

Að sögn Ingileifar Friðriksdóttur, skipuleggjanda göngunnar, mun hagnaður af sölu varningsins fara í kostnað við gönguna.  

Druslu­gang­an verður hald­in í fimmta sinn þann 25. júlí næst­kom­andi klukk­an 14:00. Gang­an er orðin að föst­um lið þar sem sam­fé­lagið rís upp gegn kyn­ferðisof­beldi og stend­ur með þolend­um gegn gerend­um. Gang­an verður far­in frá Hall­gríms­kirkju klukk­an 14:00, niður Skóla­vörðustíg, Banka­stræti og mun enda á Aust­ur­velli og þá taka við fund­ar­höld og tón­leik­ar.

Facebook-síða viðburðarins

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar