Krugman nýtur þess að hlusta á OMAM

Bandaríski hagfræðingurinn Paul Krugman.
Bandaríski hagfræðingurinn Paul Krugman. AFP

Paul Krugman, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, segist njóta þess að hlusta á nýju plötu íslensku hljómsveitarinnar Of Monsters and Men. Í nýlegum pistli á vef New York Times vísar hann sérstaklega til lagsins Crystals, sem hefur notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum.

Í pistlinum birtir hann jafnframt tvö myndbönd af lagnu, fyrst hina hefðbundnu útgáfu hljómsveitarinnar og síðan órafmagnaða útgáfu.

Krugman er einn vinsælasti dálkahöfundurinn á New York Times, en hann skrifar fyrst og fremst um hagfræðileg og stjórnmálaleg efni. Hann telur sjálfan sig vera frjálslyndan hagfræðing og kallar dálkinn sinn Samviska hins frjálslynda.

Nýja plata Of Monsters and Men, Beneath the Skin, kom út 9. júní síðastliðinn. Henni hefur verið afar vel tekið, en hún komst til að mynda á toppinn á metsölulista iTunes.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leggðu heiðarlegt mat á tilfinningalíf þitt. Hafðu það að leiðarljósi og trúðu því að þú sért ábyrgur fyrir eigin lífi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Unnur Lilja Aradóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leggðu heiðarlegt mat á tilfinningalíf þitt. Hafðu það að leiðarljósi og trúðu því að þú sért ábyrgur fyrir eigin lífi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Unnur Lilja Aradóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir