Benedikt Valsson sjónvarpsmaður var eltur uppi á dögunum og reyndi Nökkvi Fjalar úr Áttunni að hanga með honum í fjórar mínútur, líkt og hann hefur gert með fjölmörgum frægum mönnum.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst Benna ekki að losa sig við Nökkva.
Nökkvi Fjalar stingur upp á því að stofna þátt sem gæti kallast Fljótfréttir og vill hann fá Benna með sér í lið. Benni tekur hins vegar ekkert sérstaklega vel í hugmyndina.
Ekki láta önnur myndbrot frá Áttunni fram hjá þér fara. Þau er að finna á www.mbl.is/attan
Vilt þú sjá meira?
SnapChat: Attan_official
Watchbox: #Attan_official