„Hinsegin ættarmót“ í Hörpu

mbl.is/Eggert

Mikið var um dýrðir á opnunarhátíð Hinsegin daga í Silfurbergi í Hörpu í kvöld. Hátíðin hefur lengi verið eitt stórt hinsegin ættarmót, að sögn skipuleggjenda, þar sem gamlir vinir hittast og ný vinabönd verða til.

Líkt og undanfarin ár var opnunarhátíðin haldin í Silfurbergi og þá var fordrykkur borinn fram í anddyri salarins, Eyri. Í kvöld munu síðan stíga á svið landsþekktir listamenn og skemmtikraftar til að trylla lýðinn.

Hinseg­in dag­ar í Reykja­vík eru í ár haldn­ir hátíðleg­ir í sautjánda sinn en þemað í ár er heilsa og heil­brigði. Fjöl­breytn­in er í fyr­ir­rúmi en nærri þrjátíu viðburðir standa gest­um til boða fram til sunnu­dags­ins 9. ág­úst. Í boði verða meðal annars tón­list­ar­viðburðir, ljós­mynda­sýn­ing­ar, sirku­s­veisla, dans­leik­ir og fræðslu­viðburðir svo all­ir ættu að finna eitt­hvað við sitt hæfi.

Sem fyrr nær hátíðin há­marki með gleðigöngu Hinseg­in daga og Regn­boga­hátíð við Arn­ar­hól laug­ar­dag­inn 8. ág­úst þar sem líkt og fyrri ár má bú­ast við tugþúsund­um gesta.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar