„Hinsegin ættarmót“ í Hörpu

mbl.is/Eggert

Mikið var um dýrðir á opnunarhátíð Hinsegin daga í Silfurbergi í Hörpu í kvöld. Hátíðin hefur lengi verið eitt stórt hinsegin ættarmót, að sögn skipuleggjenda, þar sem gamlir vinir hittast og ný vinabönd verða til.

Líkt og undanfarin ár var opnunarhátíðin haldin í Silfurbergi og þá var fordrykkur borinn fram í anddyri salarins, Eyri. Í kvöld munu síðan stíga á svið landsþekktir listamenn og skemmtikraftar til að trylla lýðinn.

Hinseg­in dag­ar í Reykja­vík eru í ár haldn­ir hátíðleg­ir í sautjánda sinn en þemað í ár er heilsa og heil­brigði. Fjöl­breytn­in er í fyr­ir­rúmi en nærri þrjátíu viðburðir standa gest­um til boða fram til sunnu­dags­ins 9. ág­úst. Í boði verða meðal annars tón­list­ar­viðburðir, ljós­mynda­sýn­ing­ar, sirku­s­veisla, dans­leik­ir og fræðslu­viðburðir svo all­ir ættu að finna eitt­hvað við sitt hæfi.

Sem fyrr nær hátíðin há­marki með gleðigöngu Hinseg­in daga og Regn­boga­hátíð við Arn­ar­hól laug­ar­dag­inn 8. ág­úst þar sem líkt og fyrri ár má bú­ast við tugþúsund­um gesta.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir