Það vakti mikla athygli fyrr á þessu ári þegar leikkonan Gwyneth Paltrow birti frétt á heimasíðu sinni Goop.com þar sem hún sagðist reglulega „skola úr skonsunni“ með sérstöku gufutæki sem heitir Mugworth V-Steam.
Í fréttabréfi sem heimasíða hennar sendi út í dag segist Paltrow ekki notast við meðferðina. Hún segir ritstjóra heimasíðunnar hafa skrifað fréttina upp á eigin spýtur. Hún hafi vissulega heyrt af meðferðinni en ummæli um hennar þar hún er sögð lýsa tilfinningunni voru að hennar sögn skálduð af ritstjóra síðunnar.
Ummælin um gufumeðferðina vöktu mikla athygli og voru sérfræðingar fljótir að gagnrýna vísindin að baki. Kvensjúkdómalæknirinn Jen Gunter er ein af þeim sem mæltu gegn meðferðinni. Hún segir meðferðina ekki geta verið góða.
„Gufa er líklegast ekki góð fyrir leggöngin,“ skrifaði Gunter. Hún sagði þá að jurtagufan, sem notuð er í Mugworth V-Steam-gufumeðferðina, geti alls ekki komið jafnvægi á neina hormóna. Gunter sagði einnig að gufumeðferðin gæti ekki með neinum hætti hreinsað legið. „Gufan kemst ekki að leginu frá leggöngunum nema henni sé þrýst þangað. Það ætti alls ekki að gera.“
Sjá frétt mbl.is: Lætur skola reglulega úr skonsunni
Sjá frétt mbl.is: Segja Paltrow fara með tóma þvælu