Paltrow „skolar ekki úr skonsunni“

Gwyneth Paltrow segir ritstjóra heimsíðu sinnar hafi skrifað fréttina um …
Gwyneth Paltrow segir ritstjóra heimsíðu sinnar hafi skrifað fréttina um gufumeðferðina. AFP

Það vakti mikla athygli fyrr á þessu ári þegar leikkonan Gwyneth Paltrow birti frétt á heimasíðu sinni Goop.com þar sem hún sagðist reglulega „skola úr skonsunni“ með sérstöku gufutæki sem heitir Mugworth V-Steam.

Í fréttabréfi sem heimasíða hennar sendi út í dag segist Paltrow ekki notast við meðferðina. Hún segir ritstjóra heimasíðunnar hafa skrifað fréttina upp á eigin spýtur. Hún hafi vissulega heyrt af meðferðinni en ummæli um hennar þar hún er sögð lýsa tilfinningunni voru að hennar sögn skálduð af ritstjóra síðunnar. 

Ummælin um gufumeðferðina vöktu mikla athygli og voru sérfræðingar fljótir að gagnrýna vísindin að baki. Kven­sjúk­dóma­lækn­ir­inn Jen Gun­ter er ein af þeim sem mæltu gegn meðferðinni. Hún seg­ir meðferðina ekki geta verið góða.

„Gufa er lík­leg­ast ekki góð fyr­ir leggöng­in,“ skrifaði Gun­ter. Hún sagði þá að jurta­guf­an, sem notuð er í Mugworth V-Steam-gufumeðferðina, geti alls ekki komið jafn­vægi á neina horm­óna. Gun­ter sagði einnig að gufumeðferðin gæti ekki með nein­um hætti hreinsað legið. „Guf­an kemst ekki að leg­inu frá leggöng­un­um nema henni sé þrýst þangað. Það ætti alls ekki að gera.“

Sjá frétt mbl.is: Lætur skola reglulega úr skonsunni

Sjá frétt mbl.is: Segja Paltrow fara með tóma þvælu

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup