Nýjasti þáttur Áttunnar kom út í gær og var keppnin að þessu sinni að ná að leiða fólk sem lengst. Þessi keppni var tekin upp á Laugaveginum og ganga strákarnir upp að fólki og reyna að leiða það. Til þess að gera þetta örlítið erfiðarar mega þeir ekki segja neitt á meðan á þessu stendur og þurfa því að treysta á það að fólk leiði þá til baka.
Þessi keppni er mjög spennandi og munar nánast engu á því hver vinnur og hver tapar.