Á að setja kynjakvóta á úthlutanir Kvikmyndasjóðs?

Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri o.fl.
Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri o.fl. Ómar Óskarsson

Í kvöld fer fram málfundur um kynjakvóta á úthlutanir Kvikmyndasjóðs í Tjarnarbíó. Það er Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, sem að stendur fyrir fundinum sem að hefst klukkan 17 og lýkur um 19. Talsmenn ólíkra skoðana munu koma saman og ræða þetta hitamál. Fundurinn verður byggður upp á stuttum erindum frá sex aðilum sem verður fylgt eftir með pallborði þar sem þau sitja fyrir svörum.

Á pallborðinu sitja Baltasar Kormákur, kvikmyndaleikstjóri og framleiðandi, Benedikt Erlingsson, kvikmyndaleikstjóri, Dögg Mósesdóttir, kvikmyndaleikstjóri og formaður félags kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi, Guðný Guðjónsdóttir, gjaldkeri SÍK- Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðanda, Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra og Þór Tjörvi Þórsson, framleiðslustjóri KMÍ-Kvikmyndamiðstöðvar.

Málefni þess kynhalla sem fyrirfinnst í íslenskri kvikmyndagerð hafa verið í umræðunni síðustu ár. WIFT, Konur í kvikmyndum og sjónvarpi, hafa verið ötular að halda málinu í umræðunni og ýtt á eftir að kannanir séu framkvæmdar og þrýst á stjórnvöld að leiðrétta hallann.

Í viðtali við Fréttablaðið tók leikstjórinn Baltasar Kormákur upp umræðuna og sagði að hann teldi ráðlagt að setja kynjakvóta á úthlutanir úr kvikmyndasjóði til að hleypa konum inn í kvikmyndagerð. Hann sagði bestu leiðina til þess vera þá að auka framlög til kvikmyndasjóðs á hverju ári í fimm ár. Þannig yrði búin til kvennasjóður.

Í kjölfarið var haft eftir Illuga Gunnarssyni, menntamálaráðherra sem fer með málefni kvikmyndasjóðs, að hann teldi hugmyndir Baltasars framkvæmanlegar.

Fjöldi fólks hefur blandað sér inn í umræðuna og greinilegt er að skoðanir eru skiptar og um mikið hitamál er að ræða. Málfundurinn er því vettvangur til að ræða hugmyndina um kynjakvóta á opnum fundi þar sem allir geta komið sínum skoðunum á framfæri.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir