Bollywoodleik- og söngvarinn Shah Rukh Khan sem er einnig þekktur sem konungur Bollywood er komin til landsins til að taka upp myndband við nýtt lag sitt. Khan deildi mynd á Twitter-síðu sinni af Álverinu í Straumsvík og greindi frá komu sinni.
Á vefnum MumbaiMirror kemur fram að lagið verði tekið upp á svörtum ströndum Íslands með brimið og stórbrotið landslagið allt í kring. Áætlað er að hann verði hér í um tólf daga ásamt fylgdarliði sínu.
Shah Rukh Khan er fæddur þann 2. nóvember 1965. Hann er einn af ríkustu leikurum heims og er auður hans metinn á um 80 milljarða króna.
Iceland...Gluggavedur, means window weather. My guide Gunnar tells me not exactly but my 1st day, so will go with it. <a href="http://t.co/gJPU7oaBgr">pic.twitter.com/gJPU7oaBgr</a>