Svali og Svavar í The Voice Ísland

Svali (Sigvaldi Kaldalóns) og Svavar Örn Svavarsson
Svali (Sigvaldi Kaldalóns) og Svavar Örn Svavarsson

Útvarpsmennirnir Svavar og Svali, það er þeir Svavar Örn Svavarsson og Sigvaldi Kaldalóns munu stjórna þættinum The Voice Ísland sem sýndur verður á SkjáEinum í vetur.

„Okkur finnst svo gaman að eyða tímanum saman. Við fáum bara ekki nóg af hvor öðrum. Erum saman á K100 á morgnana og stýrum við The Voice Ísland saman á kvöldin. Þetta endar með barni,“ segir Svavar Örn Svavarsson stjórnandi morgunþáttar útvarpsstöðvarinnar K100 í fréttatilkynningu: „Nei, ég rugla. Það er komið barn. Guðsonur minn, sonur Svala, er mánaðargamall.“

„Við höfum haft augastað á þættinum síðan það kom fyrst til tals að sýna hann á SkjáEinum. Við sóttum það stíft að fá að stýra honum enda er The Voice svo ofboðslega skemmtilegur þáttur – Uppbyggilegur og jákvæður. Þar stígur aðeins hæfileikaríkt fólk á svið. Allir verða  góðir og reyna hvað þeir geta að heilla þjálfarana og áhorfendur,“ segir í fréttatilkynningu

Svavar segir geysilega margt gerast á bak við tjöldin. „Það er svo mikil orka á svona stað þar sem fólk kemur til að sanna sig, fær uppbyggilega gagnrýni og getur bætt sig,“ segir Svavar sem þekkir vel til enda stýrði hann Idol Extra, aukaþætti íslensku Idol-keppninnar á sínum tíma. „Í The Voice fá þeir sem komast áfram flotta leiðsögn hjá þjálfurum og aðstoðarþjálfurum þáttarins. Þetta verður frábær tími.“

Helgi Björns, Salka Sól, Svala Björgvins og Unnsteinn Manuel verða þjálfararnir í þessum vinsæla hæfileikaþætti, sem verður nú í fyrsta sinn framleiddur hér á landi. The Voice Ísland er stærsta þáttaröðin sem SkjárEinn hefur framleitt. Ísland verður 61. landið sem gerir eigin útgáfu af þáttunum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney