Óður Taylor Swift til ljónsins Cecil

Taylor Swift skartar dökku hári í myndbandinu.
Taylor Swift skartar dökku hári í myndbandinu. Skjáskot af YouTube

Taylor Swift kom, sá og sigraði á myndbandaverðlaunahátíð MTV í Los Angeles í gær. Hún tók heim fjögur verðlaun en þar að auki birti hún splunkunýtt myndband við lagið Wildest Dreams og nú, ekki einu sinni sólarhring síðar nálgast myndbandið fjórar milljónir spilana á YouTube.

Í myndbandinu bregður Swift sér í hlutverk Hollywood stjörnu gamla tímans, með vísun til Katharine Hepburn, sem er ástfangin af mótleikara sínum í safari-kvikmynd. Fjöldi dýra kemur fyrir í myndbandinu en einna mest áberandi er tígulegt ljón. Í lok myndbandsins kemur fram að allar tekjur Swift af myndbandinu muni renna til dýraverndunar í gegnum Þjóðgarðsstofnun Afríku í Bandaríkjunum.

Ljónið sem birtist þykir minna mikið á ljónið Cecil sem var skotinn af veiðimanni fyrr á árinu. Þykir aðdáendum Swift ljóst að hér sé á ferðinni óður til Cecil en þess má geta að Swift er mikill kattaunnandi.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/IdneKLhsWOQ" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan