Blaðamannafundur vegna Everest

Baltasar Kormákur og aðalleikararnir í kvikmynd hans Everest ræddu við fjölmiðla á blaðamannafundi í dag á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum þar sem Baltasar lýsti því meðal annars við hvaða aðstæður tökur á myndinni fóru fram. Þær hefðu farið fram í Nepal og kvikmyndatökuliðið hafi gengið næstum upp í grunnbúðir fjallsins sem eru í yfir 5000 metra hæð.

Jake Gyllenthaal sagðist ekki hafa gert sér almennilega grein fyrir því hversu mikil áhrif slysið í Everest sem kvikmyndin fjallar um hafi haft á fjölskyldu mannsins sem hann leikur. Börn hans hefðu sett sig í samband við Gyllenthaal þar sem þau hefðu haft af því áhyggjur hvaða mynd yrði dregin upp af föður þeirra í myndinni. „Það var mjög falleg stund þegar ég settist niður með þeim og heyra þau lýsa föður þeirra eins og þau sáu hann.“

Viðtal mbl.is við Baltasar Kormák eftir að Everest var frumsýnd

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir