Lestarhetjan dregur fram dansskóna

Alek Skarlatos ætlar að dansa sig inn í hjörtu heimsbyggðarinnar.
Alek Skarlatos ætlar að dansa sig inn í hjörtu heimsbyggðarinnar. AFP

Alek Skarlatos fannst lítið mál að yfirbuga byssumann í lest á ferð á dögunum. En kann hann að dansa?

Bandaríski hermaðurinn Alek Skarlatos er einn af þremur bandaríkjamönnum sem var sæmdur orðu heiðurs­fylk­ing­ar­inn­ar, æðstu orðu Frakk­lands í síðasta mánuði. Skarlatos og fjórir aðrir yfirbuguðu mann í lest á leið til Parísar eftir að hann dró upp byssu.

Nú virðist sem Skarlatos ætli að nýta frægðina en í dag var sagt frá því að hann myndi taka þátt í raunveruleikaþættinum Dancing with the Stars.

Skarlatos var síðasti keppandinn til þess að vera tilkynntur af ABC sjónvarpsstöðinni sem framleiðir þættina. Nýjasta serían verður frumsýnd 14. september en aðrir þátttakendur eru m.a. Bindi Irwin, dóttir ástralska krókó­díla­veiðimanns­ins Steve Irw­in og leikarinn Gary Busey.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar