Baltasar Kormákur og Lilja Sigurlína Pálmadóttir voru ekki einu Íslendingarnir í eftirpartí kvikmyndarinnar Everest sem fram fór í Hollywood í gærkvöldi. Förðunarmeistarinn Þóra Ólafsdóttir sem starfar jafnframt sem sölustjóri Iceland glacial water var meðal gesta ásamt syni sínum, Jafeti Mána Magnússyni. Jafet Máni er 18 ára og hyggur á frama í borg englanna. Þegar ég hafði samband við Þóru sagði hún að þetta partí hefði verið frábært.
„Þetta var alveg frábært. Allir aðalleikararnir voru á staðnum og Baltasar Kormákur fékk frábæra dóma,“ segir Þóra.