Ekki næg ástæða fyrir gerð myndar

Baltasar Kormákur var viðstaddur forsýningu myndarinnar Everest á Íslandi í …
Baltasar Kormákur var viðstaddur forsýningu myndarinnar Everest á Íslandi í gær. AFP

„Af því að það er þarna,“ er fullkomlega réttmæt réttlæting á því að klífa risavaxið þekkt fjall hvenær sem er en það er kannski ekki nægjanlega góð ástæða til þess að sjá kvikmynd. Eða gera kvikmynd ef því er að skipta, segir í upphafsorðum gagnrýnanda New York Times um kvikmyndina Everest. Myndin verður frumsýnd í New York í dag og virðist gagnrýnandinn vera á báðum áttum í gagnrýni sinni.

Hann segir að mynd Baltasars Kormáks, Everest, sé sjónarspil af því tagi að þú stendur á öndinni þar sem viðfangsefnið sé ferð hóps á tind Everest. Hann segir að þrátt fyrir þetta þá vanti ýmislegt upp á og myndin nái því ekki að vera sérstaklega minnisverð eða mikilfengleg.

Everest myndin hafi allt til þess að bera að geta fangað athygli áhorfandans, þar sem maðurinn berst við hættuleg náttúruöfl, baráttan er milli lífs og dauða. En það takist ekki fyllilega. Gagnrýnandinn veltir fyrir sér hvað valdi, hvort það sé út af því sjónarhorni sem valið er. Það er samúðin og virðingin öll með vestrænu fjallgöngumönnunum á meðan heimamenn, sem eru fararstjórar þeirra, eru varla persónugerðir. 

Í myndinni sé Everest lýst sem glæpavettvangi þar sem tekist er á um að komast á tindinn hvað sem það kostar. Allt sé falt fyrir peninga og öllu kostað til að koma viðskiptavinunum á toppinn þrátt fyrir hættuna sem því fylgir.

Everest segi skelfilega en um leið sanna sögu sem eigi að geta orðið eitthvað stórfenglegt en þess í stað sé myndin eins og stór hrúga af grjóti, ís og innantóm frásögn af mannlegri hetjudáð.

Gagnrýnin í heild

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar