Heiða Rún er gestaleikari í Death in Paradise

Heiða Rún SIgurðardóttir.
Heiða Rún SIgurðardóttir. mbl.is/Eyþór

Heiða Rún Sigurðardóttir, eða Heida Reed eins og hún kallast í Bretlandi, kemur fram sem gestaleikari í fimmtu seríu hinnar geysivinsælu bresku sjónvarpsþáttaraðar Death in Paradise.

Frá þessu er greint í fréttamiðlum í Bretlandi og vestanhafs svo sem í Huffington Post en aðrir gestaleikarar í nýjustu þáttaröðinni eru meðal annarra Paul Nicholls úr sjónvarpsþáttunum The C Word, Emma Catherine Rigby úr sjónvarpsþáttunum Hollyoaks og Charlotte Hope úr Game of Thrones.

Frétt mbl.is: Átta milljónir fylgjast með Heiðu

Death in Paradise hefur í fjögur ár verið ein vinsælasta sjónvarpsþáttaröð BBC-sjónvarpsstöðvarinnar og hlotið mikið lof gagnrýnenda. Þættirnir, sem teknir eru upp á frönsk-karabísku eyjunni Guadeloupe, eru blanda af drama, spennu og fyndni.

Þættirnir verða teknir til sýningar í byrjun árs 2016.

Sýningar hófust á Poldark síðasta sunnudag en sem kunnugt er hefur Heiða Rún gert nokkurra ára samning um að leika í þáttunum, sem notið hafa mikilla vinsælda í Bretlandi.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir