Justin Bieber fékk sér tvöfaldan cappuccino

Justin Bieber.
Justin Bieber. AFP

Kanadíska poppstjarnan Justin Bieber er nú á landinu en hann fékk sér kaffi á Kaffitári í Reykjanesbæ fyrr í dag. Að sögn Ninnu Stefánsdóttur, stafsmanns Kaffitárs, var Bieber mjög kurteis og almennilegur.

Það var Nútíminn sem sagði fyrst frá því að Bieber væri staddur í Reykjanesbæ.

„Hann var bara mjög hress. Hann pantaði sér tvöfaldan cappuccino,“ segir Ninna í samtali við mbl.is. Aðspurð hvort hún hafi gert sér strax grein fyrir því að um stórstjörnuna væri að ræða svarar Ninna því neitandi. „Hann kom fyrst bara einn inn og þá hélt ég kannski að þetta væri bara einhver líkur honum. En þegar að lífverðirnir komu inni fattaði ég að þetta væri hann.“

Ninna segir að Bieber og lífverðirnir hafi allir verið mjög kurteisir við starfsfólk Kaffitárs og greint frá því að þeir myndu vera á landinu í tvo daga.

Ásdís Ásgeirsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vanræktu hvorki vini þína né vandamenn. Eitthvað í undirvitundinni segir þér að fara varlega í umferðinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Karin Härjegård
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vanræktu hvorki vini þína né vandamenn. Eitthvað í undirvitundinni segir þér að fara varlega í umferðinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Karin Härjegård