Barnaafmæli tæmdust í Vestmannaeyjum vegna Bieber

Justin Bieber kom til Vestmannaeyja með Herjólfi í gær.
Justin Bieber kom til Vestmannaeyja með Herjólfi í gær. AFP

Það hefur líklega ekki farið framhjá mörgum að poppstjarnan Justin Bieber er á landinu. Sagt var frá því í fjölmiðlum að Bieber væri að ferðast um Suðurlandið og kom síðan í ljós að kappinn væri kominn alla leið til Vestmannaeyja. Bæjarstjóri Vestmannaeyja, Elliði Vignisson, segir að bæjarfélagið hafi haft gaman af komu stjörnunnar

„Mér sýndist fólk bara hafa gaman að gaman af því fá gesti og það er alltaf þannig, hvort sem það er Bieber eða aðrir. En auðvitað þótt  unga fólkinu spennandi að sjá poppgoðið,“ segir Elliði í samtali við mbl.is.

Fundu Bieber í staðinn fyrir lundapysjur

Elliða skilst að Bieber hafi sést víða í bænum. „Ég gerði mér nú ekkert sérstakt far að sjá hann enda er ég ekki viss um að ég hefði  þekkt hann úti á götu. En sérstaklega þótti mér kómískt að litla frænka mín sem fór að leita að lundapysjum kom heim, ekki með neina lundapysju, en alsæl með það að hafa séð Justin bieber borða ís,“ segir hann og hlær.

Hann segir það jafnframt skemmtilega tilviljun að Bieber hafi mætt á sama tíma og mörg börn og unglingar í Vestmannaeyjum leiti lundapysja. Hann segist hafa heyrt af dæmum þar sem krakkar þóttust vera að leita að pysjum en voru síðan í raun að leita að Bieber.

Kom í gegnum Landeyjahöfn

„Ég heyrði líka af því að barnaafmæli hafi tæmst og hópar barna og unglinga hafi safnast saman til að taka á móti Herjólfi til að sjá hvort að Bieber hafi verið á meðal gesta,“ segir Elliði. Þegar blaðamaður spyr hvort að bæjarstjóranum finnist líklegt að stórstjarnan hafi verið um borð í Herjólfi segist Elliði hafa heyrt af því. „Mér skilst að hann hafi komið í Herjólfi í gegnum Landeyjahöfn. Hann hefur vafalaust átt góðan dag en það viðraði mjög vel hérna í gær.“

Aðspurður hvort að það sé algengt að fræga og ríka fólkið komi til Vestmannaeyja svarar Elliði því játandi. „Bill Gates var hérna í sumar og svo hafa fleiri komið. Ferðaþjónusta er orðin svo stór í Vestmannaeyjum. Það eru um 300.000 manns sem ferðast með Herjólfi á hverju ári. Fræga fólkið eins og aðrir vilja njóta þess sem eyjarnar hafa upp á að bjóða og við höfum gaman að taka á móti þeim eins og öllum öðrum.“

Bieber birti þessa mynd á Instagram seint í gærkvöldi.

<div> <div></div> </div>

<a href="https://instagram.com/p/76Omc6AvuR/" target="_top">A photo posted by Justin Bieber (@justinbieber)</a> on Sep 21, 2015 at 3:42pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vanræktu hvorki vini þína né vandamenn. Eitthvað í undirvitundinni segir þér að fara varlega í umferðinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Karin Härjegård
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vanræktu hvorki vini þína né vandamenn. Eitthvað í undirvitundinni segir þér að fara varlega í umferðinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Karin Härjegård