Everest í fimmta sæti

Úr kvikmyndinni Everest
Úr kvikmyndinni Everest

Kvikmynd Baltasars Kormáks Everest skipar fimmta sæti listans yfir vinsælustu kvikmyndir í kvikmyndahúsum vestanhafs en hún skilaði 7,2 milljónum Bandaríkjadala í tekjur um helgina þrátt fyrir að vera aðeins sýnd í 545 kvikmyndahúsum í Norður-Ameríku. Myndin fer ekki að fullu í dreifingu vestanhafs fyrr en í þessari viku, samkvæmt upplýsingum frá aðstandendum hennar. 

Everest var sú mest sótta í íslenskum kvikmyndahúsum um helgina. Almennar sýningar á henni hófust á föstudaginn var og hafa nú um 14.300 manns séð myndina frá upphafi sýninga. Miðasölutekjur nema um 18,3 milljónum króna.

Kvikmyndir The Maze Runner: The Scorch Trials var vinsælust vestanhafs um helgina en myndin er framhald kvikmyndarinnar Maze Runner og byggja báðar á vinsælum bókum James Deshner. Í fyrri mynd vaknaði unglingspilturinn Thomas í völundarhúsinu Glade ásamt fimmtíu öðrum unglingspiltum og hafði minni þeirra allra verið eytt. Drengirnir sluppu úr völundarhúsinu og þurfa nú að mæta hræðilegum áskorunum á eyðilegu svæði sem nefnt er The Scorch. Þeir reyna að komast að því hverjir standi á bak við völundarhúsið, hver tilgangurinn sé með því og hvaða hlutverki þeir gegni. Leikstjóri er Wes Ball og með aðalhlutverk fara Dylan O'Brien, Kaya Scodelario og Thomas Brodie-Sangster.

Þetta er fyrsta helgin sem myndin er sýnd í kvikmyndahúsum vestanhafs og námu tekjur hennar 30,3 milljónum Bandaríkjadala um helgina.

Kvikmyndin Black Mass er í öðru sæti en tekjur hennar voru 22,6 milljónir dala.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson