Everest í fimmta sæti

Úr kvikmyndinni Everest
Úr kvikmyndinni Everest

Kvikmynd Baltasars Kormáks Everest skipar fimmta sæti listans yfir vinsælustu kvikmyndir í kvikmyndahúsum vestanhafs en hún skilaði 7,2 milljónum Bandaríkjadala í tekjur um helgina þrátt fyrir að vera aðeins sýnd í 545 kvikmyndahúsum í Norður-Ameríku. Myndin fer ekki að fullu í dreifingu vestanhafs fyrr en í þessari viku, samkvæmt upplýsingum frá aðstandendum hennar. 

Everest var sú mest sótta í íslenskum kvikmyndahúsum um helgina. Almennar sýningar á henni hófust á föstudaginn var og hafa nú um 14.300 manns séð myndina frá upphafi sýninga. Miðasölutekjur nema um 18,3 milljónum króna.

Kvikmyndir The Maze Runner: The Scorch Trials var vinsælust vestanhafs um helgina en myndin er framhald kvikmyndarinnar Maze Runner og byggja báðar á vinsælum bókum James Deshner. Í fyrri mynd vaknaði unglingspilturinn Thomas í völundarhúsinu Glade ásamt fimmtíu öðrum unglingspiltum og hafði minni þeirra allra verið eytt. Drengirnir sluppu úr völundarhúsinu og þurfa nú að mæta hræðilegum áskorunum á eyðilegu svæði sem nefnt er The Scorch. Þeir reyna að komast að því hverjir standi á bak við völundarhúsið, hver tilgangurinn sé með því og hvaða hlutverki þeir gegni. Leikstjóri er Wes Ball og með aðalhlutverk fara Dylan O'Brien, Kaya Scodelario og Thomas Brodie-Sangster.

Þetta er fyrsta helgin sem myndin er sýnd í kvikmyndahúsum vestanhafs og námu tekjur hennar 30,3 milljónum Bandaríkjadala um helgina.

Kvikmyndin Black Mass er í öðru sæti en tekjur hennar voru 22,6 milljónir dala.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir