„Það voru partý þarna“

Baltasar Kormákur við tökur á Everest
Baltasar Kormákur við tökur á Everest Jasin Boland

Fjallgöngukonan Lene Gammelgaard var ein þeirra sem voru á Everest fjalli þegar slysið gerðist sem nýjasta mynd Baltasars Kormáks fjallar um. Hún var í hópnum hans Scott Fischer, sem var annar leiðsögumannanna sem lést á fjallinu í slysinu. Í færslum á Facebook og Twitter gagnrýnir hún þá framsetningu í myndinni að áfengi hafi verið haft við hönd í grunnbúðum, en sú mynd er dregin upp af Fischer og fleirum að þeir hafi drukkið talsvert í þessum ferðum . Segir hún að áfengi hafi verið bannað á fjallinu og enginn úr hópi Fischers hafi snert slíkt.

Enginn gerði athugasemdir meðan á tökum stóð

Baltasar Kormákur segir í samtali við mbl.is að gríðarleg rannsóknarvinna hafi verið unnin í tengslum við gerð myndarinnar og þar á meðal hafi fjöldi fólks sem var á fjallinu í þetta skipti, bæði að klifra og sem stuðningslið, verið í ráðgjafahópi myndarinnar og farið bæði yfir handrit og myndina í heild. Enginn af þeim hafi gert athugasemd við drykkjuna. „Það voru partý þarna,“ segir Baltasar og bætir við að fólk hafi verið þarna í margar vikur, jafnvel mánuði og oft á tíðum skemmt sér á þennan hátt.

Sjálfur skrifaði Baltasar ekki handritið, en hann segir það hafa verið unnið upp úr endalausum heimildum og það sé ekki fyrr en núna sem einhver geri athugasemd við þetta atriði. Þrátt fyrir það segir Baltasar að Gammelgaard hafi verið hrifin af myndinni þegar hann hitti hana nýlega í Danmörku. Segist hann ekki getað svarað gagnrýni hennar öðruvísi en að hún hljóti að hafa farið snemma að sofa eða ekki munað eftir þessu.

Margir þeirra sem myndin fjallar um voru viðstaddir tökur á myndinni. Segir Baltasar að það sé undarlegt ef enginn þeirra hafi gert athugasemd við þá áfengisdrykkju sem sýnd er í myndinni, jafnvel þótt karakterar þeirra væru að drekka. Slíkt gengi bara ekki upp, enda hafi þetta verið vel sýnilegt bæði í tökum og aðra vinnslu myndarinnar.

Fékk aðgang að talstöðvasamskiptum Rob Hall

Þá bendir Baltasar á að Everest sé ekkert lítill staður, heldur sé um risastórt svæði að ræða, þar sem allir séu í sínum tjöldum að reyna að lifa af. Margir hafi svo skrifað bækur um sína upplifun, en það þurfi að taka þær allar saman til að fá heildarmyndina.

Meðal þeirra gagna sem Baltasar fékk aðgang að við gerð myndarinnar voru upptökur af talstöðvasamskiptum við Rob Hall, hinn fararstjórann sem lést, en sú sem var búðastjóri í grunnbúðunum hafði tekið þau upp. Segir Baltasar að þetta hafi verið í fyrsta skiptið sem hún hleypti einhverjum í þær upptökur.

Everestfjall
Everestfjall AFP
Baltasar Kormákur var viðstaddur forsýningu myndarinnar Everest á Íslandi í …
Baltasar Kormákur var viðstaddur forsýningu myndarinnar Everest á Íslandi í síðustu viku. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar