Dánarorsök ekki birt opinberlega

Bobbi Kristina Brown.
Bobbi Kristina Brown. AFP

Dánarorsök Bobbi Kristina Brown liggur fyrir en ekki verður greint frá henni opinberlega. Dánardómsstjórar hafa tilkynnt að ekki verði upplýst um hana og að dómstóll í Georgíu hafi farið fram á að niðurstaðan verði innsigluð.

Bobbi Kristina Brown, dóttir söngkonunnar Whitney Houston, lést á hjúkrunarheimili 26. júlí sl. eftir að hafa verið í dái í hálft ár. Hún var 22 ára gömul. Brown fannst meðvitundarlaus í baði í íbúð sinni í Atlanta í lok janúar.

Móðir hennar drukknaði í baði árið 2012 á hótelherbergi í Los Angeles kvöldið fyrir Grammy verðlaunaafhendinguna.

Í tilkynningu frá dánardómstjóra Fulton sýslu kemur fram að niðurstaða krufningar verði ekki birt að beiðni dómstólsins. 

Bobbi Kristina var eina barn Whitney Houston og fyrrverandi eiginmanns hnennar, Bobby Brown. Hún var jarðsett við hlið móður sinnar í Fairview kirkjugarðinum í Westfield, New Jersey.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka