Glímdi við fæðingarþunglyndi

Leikkonan Hayden Panettiere gerði garðinn frægan í þáttunum Heroes.
Leikkonan Hayden Panettiere gerði garðinn frægan í þáttunum Heroes. mbl.is/AFP

Leikkonan Hayden Panettiere greindi frá því á dögunum að hún hafi þjáðst af fæðingarþunglyndi. Hún vill opna umræðuna, svo konur sem eru að ganga í gegnum það sama og hún gerði viti að þær eru ekki einar, líkt og fram kemur á vef Daily Mirror.

Panettiere og unnusti hennar Wladamir Klitschko eignuðust dótturina Kaya í desember, en hún er þeirra fyrsta barn.

„Konur þurfa að vita að þær eru ekki einar í þjáningum sínum, og að þetta lagast.“

„Þetta er eitthvað sem margar konur ganga í gegnum. Þegar þú heyrir talað um fæðingarþunglyndi hugsar þú kannski að það felist í því að hugsa á neikvæðum nótum um barnið, eða að þú viljir skaða barnið á einhvern hátt. Ég hef aldrei fundið fyrir þessum tilfinningum, en sumar konur upplifa þær.“

Panettiere bendir á að fæðingarþunglyndi geti haft ólíkar birtingarmyndir, og að þetta sé málefni sem þurfi að ræða. Hún bendir jafnframt á að sumar konur hristi þetta auðveldlega af sér, en að þær þurfi þó stuðning.

„Það er mikill misskilningur í kringum þetta málefni. Margir halda að fæðingarþunglyndi sé ekki raunverulegt, að það sé eitthvað sem konur búa til, eða að þetta séu allt bara hormónar. Margir vísa vandamálinu á bug.“

„Fæðingarþunglyndi er eitthvað sem konur hafa enga stjórn á. Það er mjög sársaukafullt og afar ógnvekjandi. Konur þurfa því á miklum stuðningi að halda.“

Leikkonan sem sagði einnig að konur væru undraverðar því þær geta gert það sem enginn karlmaður getur gert, að fóstra líf innra með sér. Sjálf segist hún hafa fengið mikinn stuðning frá unnusta sínum og bestu vinkonu sinni þegar hún var að ganga í gegnum þetta erfiða skeið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup