9,3 milljónir í kynlíf og dóp

Dóttir Lamars Odoms, Destiny Odom,og sonur hans, Lamar Odom Jr. …
Dóttir Lamars Odoms, Destiny Odom,og sonur hans, Lamar Odom Jr. ásamt móður sinni Liza Morales eru meðal þeirra sem hafa verið á sjúkrabeði Odoms. AFP

Lamar Odom er enn haldið sofandi í öndunarvél en hann fór í nýrnaaðgerð í gær sem tókst vel. Nýrnabilunina má rekja til ofneyslu lyfja en að sögn bandarískra slúðurblaða tókst honum að eyða 75 þúsund Bandaríkjadölum, 9,3 milljónum króna,  í kynlíf og lyf þessa þrjá daga sem hann dvaldi í vændishúsinu.

Fáar fregnir hafa borist af líðan körfuboltamannsins fyrrverandi aðrar en að honum sé enn haldið sofandi en vonir standi til þess að hann lifi af. Kim Kardashian, fyrrverandi mágkona hans, segir að Odom hafi kreist höndina á sér þegar hún heimsótti hann á sjúkrahúsið. Þetta kom fram í máli raunveruleikastjörnunnar í þættinum Entertainment Tonight. Odom var kvæntur systur hennar, Khlóé, og var brúðkaupið sýnt í sjónvarpi líkt og nánast allt þeirra líf saman enda lifir Kardashian fjölskyldan á því að koma fram í sjónvarpi og tala um sjálfa sig.

Daily News ræddi við föður æskuvinar Odoms, Guillermo Castillo, sem segir að sonur hans Jamie Sangouthai, og Odom hafi verið eins og bræður. Þeir léku körfubolta saman í Queens í æsku og vinátta þeirra hélst út ævina en Sangouthai lést 14. júní vegna sýkingar í húð sem hann fékk af því að nota skítugar sprautunálar.

„Ég held að Lamar hafi verið búinn á því,“ segir Castillo og vísar til lífernis Odoms dagana áður en hann fannst meðvitundarlaus á herbergi vændishúss í Nevada um miðjan dag á þriðjudag.

„Ég held að þetta sé mest vegna þess hversu mikið hann saknar sonar míns. Ég held innst inni að þeir hafi báðir viljað deyja eða deyja saman.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup