Odom sagði „hæ“ við Kardashian

Lamar Odom og Khloe Kardashian árið 2012.
Lamar Odom og Khloe Kardashian árið 2012. AFP

Körfuboltastjarnan Lamar Odom, sem liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi, komst til meðvitundar í gær og gat sagt „hæ“ við fyrrverandi eiginkonu sína, Khloe Kardashian. Þetta kemur fram í frétt bandarísku fréttastofunnar CNN. Odom og Kardashian hafa sótt um skilnað en hann hefur enn ekki verið lögformlega staðfestur og því ber Kardashian enn ábyrgð á meðferð Odoms. 

Odom fannst meðvitundarlaus á vændishúsi í Las Vegas á þriðjudag og var haldið sofandi allt þar til í gær. 

Fyrrverandi þjálfari Odoms í háskólakörfuboltanum, Jim Harrick, segir við CNN að Kardashian hafði sagt sér að hún hefði hallað sér að fyrrverandi manni sínum í sjúkrarúminu og sagst elska hann. Hann hafi verið vakandi og blikkað augunum. 

Ástand Odoms er enn alvarlegt og talið er að mikilvæg líffæri hafi skemmst. Hann hafði verið að skemmta sér í fjóra sólarhringa, neytt áfengis og fíkniefna, að því er fram hefur komið í fréttum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup