„Sirkusinn“ hangir við spítalann

Kris Jenner, Kylie Jenner og Kourtney Kardashian á leið í …
Kris Jenner, Kylie Jenner og Kourtney Kardashian á leið í heimsókn til Lamars Odom á sjúkrahúsinu í Las Vegas. AFP

 „Látið hann í friði,“ hrópar vegfarandi að hópi fólks sem safnast hefur saman fyrir utan sjúkrahúsið í Las Vegas þar sem Lamar Odom, körfuknattleiksmaðurinn fyrrverandi, liggur þungt haldinn. Hópurinn sem heldur sig fyrir utan er kallaður „sirkusinn“ af heimamönnum og samanstendur af ljósmyndurum og fréttamönnum sem leggja mikið á sig að ná myndum og viðtölum við Kardashian-fjölskylduna sem heimsækir Odom reglulega. Odom var giftur Khloe Kardashian. Skilnaður þeirra er ekki enn frágenginn og því ber hún enn ábyrgð á meðferð hans. Aðrir úr fjölskyldu  hennar, m.a. móðir hennar og systir hennar Kim hafa heimsótt Odom. 

Fjölmiðlamennirnir eru sagðir taka hvert einasta bílastæði í næsta nágrenni sjúkrahússins og teppa götur. 

„Það er eins og heimurinn hafi safnast saman á einni götu,“ segir Aaron Jones, iðnaðarmaður í borginni, í samtali við LA Times. 

Odom var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahúsið á þriðjudag. Í gær fór loks að bera á batamerkjum og hann komst til meðvitundar, að minnsta kosti tímabundið. 

Uppgrip eru hjá verslunareigendum í nágrenninu því eitthvað þarf fjölmiðlafólkið allt saman að drekka og borða. Þá hefur heyrst af því að fjölmiðlafyrirtæki hafi boðið háar fjárhæðir í að leigja húsnæði, s.s. gistihús, skammt frá spítalanum. Einnig hefur verið boðið í bílastæðin. 

Fréttamennirnir eru á svæðinu allan sólarhringinn og þó að lítið sé að frétta þá eru margir sem vilja sjá og heyra þessar sömu „ekki-fréttir“.

Íbúar segjast vera á báðum áttum þegar komi að sirkusnum. „Síðustu daga höfum við viljað sjá fjölmiðlafólkið og allt sem því fylgir fara,“ segir Erica Ramos við LA Times. „En svo er maður á báðum áttum. Ef það fer þá gæti það þýtt að hann væri dáinn.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup