Ástand Odom fer batnandi

Khloé Kardashian og Lamar Odom.
Khloé Kardashian og Lamar Odom. mbl.is/Cover media

Ástand körfuknattleiksmannsins Lamar Odom fer batnandi en hann er þó enn á gjörgæslu eftir að hafa vaknað úr fjögurra daga dái á föstudag.

Heimildarmaður People segir Lamar hafa vaknað reglulega síðan og sýna meiri viðbrögð en áður. Hann sé þó enn á gjörgæslu, fái súrefni og sofi mikið.

„Hann talar ekki en virðist skilja þegar Khloé og starfsfólk spítalans talar við hann. Hann mun fara í aðra segulómskoðun á höfði á næstu dögum til að kanna skemmdir sem hefðu getað komið til af heilablóðföllunum,“ segir heimildarmaður People.

„Khloé hefur enn ekki vikið frá honum og virðist mjög þreytt. Um leið og Lamar vaknar flýtir hún sér til hans til að halda í höndina á honum. Hún sefur á útdregnu rúmi við hlið Lamar.“

Snemma í morgun deildi Kim Kardashian skilaboðum á Instagram þar sem hún sagði að hún og Kendall Jenner hefðu komið honum til að brosa.

Odom fannst meðvitundarlaus á vændishúsi í Nevada á þriðjudaginn. Í blóði hans fannst kokteill eiturlyfja og var honum vart hugað líf.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup