Odom laus úr öndunarvél

Lamar Odom og Khloe Kardashian.
Lamar Odom og Khloe Kardashian. AFP

Körfuboltakappinn fyrrverandi Lamar Odom getur nú andað án hjálpar öndunarvélar að sögn heimildarmanns Entertainment Tonight. Ástand Odoms er þó enn talið alvarlegt en hann fannst meðvitundarlaus á vænd­is­húsi í Nevada á þriðju­dag­inn. Í blóði hans fannst kokteill eit­ur­lyfja og var hon­um vart hugað líf. Odom, sem er 35 ára gamall, vaknaði úr dái á föstudag. Nú er hann vakandi og er ástand hans stöðugt.

Hann er þó enn á gjörgæsludeild Sunrie-sjúkrahússins í Las Vegas og er fyrrverandi eiginkona hans, Khloe Kardashian, hjá honum. Heimildarmaður Entertainment Tonight neitar því að upptökur á raunveruleikaþætti Kardashian-fjölskyldunnar, Keeping Up With the Kardashians, séu í gangi á sjúkrahúsinu. Samkvæmt áætlunum E!-sjónvarpsstöðvarinnar sem framleiðir þættina áttu tökur á nýrri þáttaröð að hefjast í lok október en því gæti nú verið frestað.

Á laugardaginn komu Kris Jenner, Kim Kardashian, Kendall Jenner og besta vinkona Khloe Kardashian, Malika Haqq, til Las Vegas til þess að vera með Khloe sem hefur ekki yfirgefið herbergi Odoms á sjúkrahúsinu. Á laugardaginn stóð til að halda veislu til þess að fagna óléttu Kardashian en henni hefur nú verið frestað.

Kris Jenner og Kim Kardashian fyrir utan sjúkrahúsið í síðustu …
Kris Jenner og Kim Kardashian fyrir utan sjúkrahúsið í síðustu viku. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir