Khloé Kardashian hætt með kærastanum

Khloe Kardashian er að sögn hætt að hitta körfuboltakappann James …
Khloe Kardashian er að sögn hætt að hitta körfuboltakappann James Harden. instagram @styledbyhrush

Heimildir fregna að Khloé Kardashian sé hætt með kærasta sínum, NBA leikmanninum James Harden. Kardashian er enn gift Lamar Odom, þrátt fyrir að þau hafi bæði skrifað undir skilnaðarpappíra fyrr á árinu. Skilnaðurinn hefur þó enn ekki  gengið í gegn sökum anna hjá hinu opinbera.

Odom fannst rænulaus á vændishúsi á dögunum og var ástand hans talið afar alvarlegt. Hann virðist þó vera að ná sér, en á í vændum margra mánaða endurhæfingu.

Kardashian hefur ekki vikið frá hlið Odoms, en þar sem þau eru enn gift samkvæmt pappírum hefur hún séð um að taka ákvarðanir fyrir hans hönd á spítalanum.

Odom hefur nú verið fluttur á meðferðarstofnun í Los Angeles, en Kardashian mun halda áfram að vera honum innan handar í veikindunum.

Ónefndur heimildamaður TMZ segir að Kardashian beri greinilega enn miklar tilfinningar til Odoms og hafi því ákveðið að segja skilið við kærasta sinn, James Harden, sem spilar fyrir liðið Houston Rockets.

Kardashian og Harden hafa verið að slá sér upp síðustu mánuði og hefur hann meðal annars komið fram í þáttunum Keeping Up With the Kardashians líkt og fram kemur í frétt Daily Mail.

James Harden og Khloé Kardashian hafa verið að slá sér …
James Harden og Khloé Kardashian hafa verið að slá sér upp síðustu mánuði. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup