Reykti kannabis og mögulega krakk

Bobbi Kristina Brown og Nick Gordon
Bobbi Kristina Brown og Nick Gordon AFP

Bobbi Kristina Brown, einkadóttir Whitney Houston og Bobby Brown reykti kannabis og gæti hafa reykt krakk og neytt heróíns dagana áður en hún fannst meðvitundarlaus í baðkari á heimili sínu fyrr á þessu ári. Fyrrum meðleigjandi Bobbi Kristina greindi frá þessu í yfirheyrslu á dögunum.    

Danyela D. Bradley, var yfirheyrð í tengslum við lögsókn gegn bílaframleiðandanum Ford en Russell J. Eckerman lögsótti fyrirtækið í tengslum við bílslys sem gerðist aðeins þremur dögum áður en Bobbi Kristina fannst meðvitundarlaus. Hún vaknaði aldrei og lést 26. júlí.

Eckerman sem er 41 árs, heldur því fram að hann hafi alvegarlega slasast í fyrrnefndu bílslysi og þurfti að greiða sjúkrahúsareikninga upp á 730.000 bandaríkjadali eða 94 milljónir.

Í yfirheyrslu heldur Eckerman því fram að Bobbi Kristina hafi keyrt of hratt og ekið of nálægt bílnum á undan sér þegar hún missti stjórn á sínum bíl og lenti á bíl hans af gerðinni Ford Taurus 27. janúar.

Bradley, sem bjó með Bobbi Kristina og fyrrum kærasta hennar, Nick Gordon í Atlanta á þeim tíma, greindi frá því að hún sá hana neyta kannabis efna. Hún hafði aldrei séð Bobbi Kristina neyta harðari eiturlyfja en gerði ráð fyrir því að hún reykti krakk og neytti heróíns. „Ég sá það bara á henni,“ sagði Bradley. „Hún þurfi ekki að segja mér það.“

Lögsókn Eckerman er aðskilin lögsókn skiptastjóra dánarbús Bobbi Kristina gegn Nick Gordon, en í henni er hann sakaður um að hafa gefið henni „eitraðan kokteil“ og reynt að drekkja henni í baðkari 31. janúar.

Frétt NBC.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar