Leikkonan Halle Berry hefur sagt skilið við eiginmann sinn, franska leikarann Oliver Martinez en þau kynntust við tökur á myndinni Dark Tide árið 2010. Berry og Martinez gengu í hjónaband árið 2013, en saman eiga þau soninn Maceo sem er tveggja ára.
Berry og Martinez sendu frá sér orðsendingu þar sem þau greina frá ákvörðun sinni. Þau segja að ákvörðunin hafi verið sameiginleg, að þau skilji í góðu og að miklu vinnuálagi sé um að kenna.
„Það er með trega sem við greinum frá því að við höfum ákveðið að skilja. Við horfum fram á veginn og berum bæði hlýhug og virðingu fyrir hvort öðru, auk þess að bera hag sonar okkar fyrir brjósti. Við vonum að þið virðið einkalíf okkar, og það sem mikilvægara er - einkalíf sonar okkar, þegar við tökumst á við þetta erfiða verkefni.“
Þetta er þriðji skilnaður Berry, en hún var gift hafnaboltakappanum David Justice á árunum 1993-1997 og tónlistarmanninum Eric Benet frá 2005-2007 líkt og fram kemur í frétt Contactmusic.