Khloé tjáir sig um hjónabandið

Lamar Odom og Khloe Kardashian á meðan allt lék í …
Lamar Odom og Khloe Kardashian á meðan allt lék í lyndi. mbl.is/AFP

Khloé Kardashian greindi frá því í nýlegu viðtali að hún hyggist ekki endurvekja samband sitt við Lamar Odom, þrátt fyrir að hafa dregið skilnaðinn til baka. Hún opnaði sig einnig um sjúkrahúsvist Odoms, og hvaða þýðingu hjónaband þeirra hefur. Contactmusic greindi frá þessu.

Eins og frægt er orðið fannst eiginmaður Kardashian, Lamar Odom, rænulaus á vændishúsi fyrr í mánuðinum. Honum var vart hugað líf, en er nú á batavegi þrátt fyrir að hans bíði mikil endurhæfing. Kardashian og Omor höfðu sótt um skilnað, en vegna anna hjá hinu opinbera hafði hann ekki gengið í gegn.

Í viðtalinu lýsir Kardashian því hvernig henni leið þegar henni bárust þær fregnir að Odom lægi milli heims og helju á sjúkrahúsi.

„Ég vissi bara að ég þyrfti að komast þangað. Ég þurfti að komast til hans og sjá til þess að allt væri í lagi. Ég þoli það ekki að hann hafi verið í þessum aðstæðum. Ég óska engum að lenda í þessu, síst af öllu einhverjum sem ég elska.“

Kardashian útskýrði einnig þá ákvörðun að draga skilnaðarpappírana til baka, en neitar þó að þau hyggist taka aftur saman.

„Það eru allt of margir aðrir mikilvægir hlutir sem þarf að huga að, þar með taldir læknisfræðilegir. Það hvarflar ekki að okkur að verða aftur par, eða endurvekja samband okkar að svo stöddu.“

Kardashian segist þó enn elska Odom og að hún vilji vera honum innan handar í veikindunum.

„Ég mun alltaf elska hann. Ég trúi því að ástin sé breytileg og að mögulegt sé að elska einhvern úr fjarlægð. Þú þarft ekki að vera með manneskjunni til að elska hana.“

„Lamar á langan veg fyrir höndum og hann þarf að ganga hann sjálfur, og það sem meira er, hann þarf sjálfan að langa til þess. Ég mun vera hönum innan handar og styðja hann á vegferð sinni.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Óöryggi gerir vart við sig, en ekki láta á neinu bera út á við. Góð samskipti og umræða verða til að skapa ánægju allra aðila.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sigrún Elíasdóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Camilla Läckberg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Óöryggi gerir vart við sig, en ekki láta á neinu bera út á við. Góð samskipti og umræða verða til að skapa ánægju allra aðila.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sigrún Elíasdóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Camilla Läckberg