Hrekkjavakan tröllríður Reykjavík

Frá Hrekkjavökuballi Páls Óskars í fyrra.
Frá Hrekkjavökuballi Páls Óskars í fyrra. hag / Haraldur Guðjónsson

Það þarf ekki að kynna Hrekkjavöku með mörgum orðum fyrir Íslendingum en í stuttu máli mætti segja að þessi bandaríska hefð sé einskonar illur tvíburi Öskudagsins.

Hrekkjavökupartý í heimahúsum munu eflaust skipta tugum þessa helgina, ef ekki hundruðum, þar sem fólk um allt land nýtir sjaldséð tækifæri til þess að vera einhver annar eina kvöldstund.

Þeir sem þrá að skella sér í búning en eiga í engar veislur að venda þurfa ekki að hafa áhyggjur því nóg er um að vera á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins í tilefni hrekkjavökunnar.

Hryllingur í miðbænum

Í miðbænum mætti hefja leika laugardagsins á Hlemmi þar sem Hlemmur Square býður búningaklæddum gestum upp á sérstakan hrekkjavökumjöð og sælgæti auk þess sem sýndar verða svarthvítar hryllingsmyndir.

Þeir sem eru snemma í því gætu svo séð sér drykkjuleik á borði og haldið á Kiki þar sem fyrstu búningaklæddu gestirnir fá ókeypis kokteil en þar að auki verða bestu búningar kvöldsins verðlaunaðir með „amazing prizes“.

LebowskiBar lætur ekki sitt eftir liggja og býður til búningakeppni í velskreyttum húsakynnum og er tónlistarstefnu kvöldsins lýst sem „80‘s -90‘s mashup madness“.

Á Hressó má draga fram sína fínustu tungumálakunnáttu og detta á spjall með erlendum námsmönnum því þar mun ESN Iceland standa fyrir bjórpong og búningakeppni.

Í Hafnarstrætinu verða framliðnar sálir á sveimi í því sem Frederiksen Ale House lýsir sem hræðilegasta draugahúsi fyrr og síðar. Munu allir þeir sem leggja leið sína í gegnum völundarhúsið fá skot í boði hússins.

Hinumegin við götuna fer fram „búningakeppni með ball sniðið um sig“ en ballið á Gauknum sker sig úr að því leitinu til að þar verður búningalausum meinaður aðgangur.

Draugahús og afróbít

Ef lesendur vilja frekar tónatrylling en miðbæjarhrylling má bregða sér í Hafnarfjörðinn. Í Bæjarbíói býður Samúel Jón Samúelsson Big Band upp á hrekkjavökufönk og er lofað rjúkandi blöndu af „afróbíti, eþjópískum jass, funk brasílísku samba“ og öðru „sem á sér enga hliðstæðu í sólkerfinu“.

Á Íslenska rokkbarnum í sama bæjarfélagi er fólk hvatt til að klæða sig upp, smyrja á sig gerviblóði og velta sér upp úr glimmeri fyrir rokktónleika með Aaterna, The Restless og Ring of Gyges.

Þá stendur til að breyta Ölhúsinu í draugahús en þar mun fara fram eftirpartí HRESS-leikanna svokölluðu. Þar munu bæði einstaklingar, pör og hópar geta nælt sér í verðlaun fyrir framúrskarandi búninga. 

Brettafélag Hafnarfjarðar stendur síðan fyrir hrekkjavökumóti milli 15 og 18 fyrir 11 til 16 ára. Glæsileg verðlaun verða í boði fyrir flottasta búninginn, bestu frammistöðuna og besta trikkið og er þátttakendum bent á að velja sér búning sem hægt er að „skeita“ í. 

Hrekkjavökubúningar eru af ýmsum toga.
Hrekkjavökubúningar eru af ýmsum toga. hag / Haraldur Guðjónsson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar