Lamar Odom þarf ekki nýtt nýra

Lamar Odom hefur sýnt ótrúlegan bata.
Lamar Odom hefur sýnt ótrúlegan bata. mbl.is/AFP

Nýjustu fregnir herma að körfuboltakappinn fyrrverandi, Lamar Odom, muni ekki þurfa á gjafanýra að halda.

Fyrr höfðu fjölmiðlar greint frá því að nýru Odoms hefðu gefið sig og að hann þyrfti reglulega að gangast undir himnuskiljun. Fjöldi aðdáenda brást við fréttunum með því að bjóða Odom eigin nýru að gjöf, eða gegn greiðslu. Nú er bati kappans orðinn það góður að hann virðist ekki þurfa á nýju nýra að halda.

Odom mun þó þurfa að gangast undir gríðarlega endurhæfingu til að öðlast hreyfigetu á ný, en hann fékk einnig heilablóðfall, eins og greint var frá á Daily Mirror.

Eins og frægt er orðið fannst Odom rænulaus á vændishúsi fyrr í mánuðinum, en hann er kvæntur raunveruleikastjörnunni Khloé Kardashian.

Ónefndur heimildamaður sagði í samtali við People að Odom væri farinn að sýna miklar framfarir.

„Eftir endurhæfinguna getur hann nú tekið nokkur skref með aðstoð. Honum gengur mjög vel og heldur áfram að berjast. Hann hefur ekki gefist upp, en það mun hjálpa honum í framtíðinni. Hann á þó ennþá langt í land.“

Jafnframt greindi heimildamaður US Weekly að Odom færi fram með hverjum deginum.

„Lamar fer fram með hverjum deginum. Hann er farinn að tala meira í samhengi auk þess sem hann er farinn að ganga með hjálp.“

„Styrkur hans vex með hverjum deginum, enda er hann með frábært teymi sérfræðinga til að hjálpa honum.“

Eiginkona Odoms tjáði sig á dögunum um hjónaband þeirra og ástæður þess að þau hafi dregið skilnað sinn til baka. Hún segir þau þó ekki íhuga að hefja samband sitt á ný, heldur spili margt annað inn í. Líkt og ákvarðanatökur varðandi læknismál.

 

Lamar Odomog Khloe Kardashian á meðan allt lék í lyndi.
Lamar Odomog Khloe Kardashian á meðan allt lék í lyndi. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Óöryggi gerir vart við sig, en ekki láta á neinu bera út á við. Góð samskipti og umræða verða til að skapa ánægju allra aðila.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sigrún Elíasdóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Camilla Läckberg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Óöryggi gerir vart við sig, en ekki láta á neinu bera út á við. Góð samskipti og umræða verða til að skapa ánægju allra aðila.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sigrún Elíasdóttir
3
Ragnheiður Gestsdóttir
4
Colleen Hoover
5
Camilla Läckberg