Odom á batavegi en enn á sjúkrahúsi

(FILES) Lamar Odom og Khloe Kardashian-Odom
(FILES) Lamar Odom og Khloe Kardashian-Odom AFP

Körfuboltamaðurinn fyrrverandi Lamar Odom er á batavegi en hann dvelur enn á sjúkrahúsi í Los Angeles þar sem hann jafnar sig eftir að hafa fundist meðvitundarlaus á vændishúsi í Nevada um miðjan síðasta mánuð.

Samkvæmt nýjum fréttum virðist allt benda til þess að Odom nái heilsu á ný eftir að hafa verið á milli heims og helju um tíma. Það virðist vera orðið ljós að Odom þurfi ekki á nýju nýra að halda en Rob Kardashian hafði boðið fram nýra úr sér. 

Í frétt US Weekly kemur fram að Odom er farinn að ganga um og hann styrkist dag frá degi. Eiginkona hans,  Khloe Kardashian, hefur vart vikið frá hlið hans þær tvær vikur sem eru liðnar frá því að hann fannst meðvitundarlaus á herbergi í vændishúsinu vegna ofneyslu áfengis og lyfja.

Bandarískir fjölmiðlar segja að Kardashian hafi dregið skilnaðarpappírana til baka en enn er ekki orðið ljóst hvort þau ætli að halda hjónabandinu áfram. Væntanlega mun það ekki koma fram fyrr en í einhverjum raunveruleikaþætti tengdum Kardashianfjölskyldunni. Hún segist hins vegar ekki eiga í ástarsambandi við eiginmanninn því hún á í ástarsambandi við James Harden sem einnig er körfuboltamaður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup