Richard Porter: Clarkson brást okkur öllum

Jeremy Clarkson var rekinn af BBC eftir að hafa ráðist …
Jeremy Clarkson var rekinn af BBC eftir að hafa ráðist á samstarfsmann sinn. BBC

„Jeremy Clarkson brást okkur öllum með heimskulegu og ónauðsynlegu hnefahöggi“ segir fyrrverandi samstarfsmaður hans, Richard Porter.

Porter og Clarkson störfuðu saman að þáttunum Top Gear sem sýndir voru á BBC, en eins og frægt er orðið neitaði sjónvarpsrásin að endurnýja samning Clarksons eftir að hann réðst á samstarfsmann sinn, Oison Tymon. Daily Mail greindi frá þessu.

Porter, sem kom að handritsgerð þáttanna, hefur nú gefið út bók þar sem hann fjallar um málið. Hann lýsir því meðal annars yfir að framkoma Clarksons hefði verið líkt og kjaftshögg, enda hafi starfsfólkið sem kom að framleiðslu þáttanna lagt hart að sér við að gera sýn þáttarstjórnandans að veruleika. Hann bætir jafnframt við að afsökunarbeiðni Clarksons hafi reitt hann verulega til reiði.

„Hann hvorki settist niður, né fór úr jakkanum. Hann sagði okkur að hann myndi senda yfirstjórn þáttanna yfirlýsingu og að honum þætti þetta leitt. Að því loknu yfirgaf hann skrifstofuna í síðasta sinn.“

„Ég var foxillur. Alveg bálreiður. Afsökunarbeiðni hans var máttlaus og virtist vera sögð í hálfkæringi. Hann var eins og krakki sem segir, fyrirgefðu, því hann veit að foreldrarnir vilja heyra það í stað þess að sýna einlæga eftirsjá.“

James May og Richard Hammond, hinir þáttarstjórnendur Top Gear, fylgdu Clarkson eftir að hann hætti. Þremenningarnir gerði í kjölfarið samning við efnisveitu Amazon, þar sem þeir munu sjá um nýjan bílaþátt.

Frétt mbl.is: Einn bak við stýrið í Top Gear?

Frétt mbl.is: Á góðri leið með að verða slefandi grænmeti

Þremenningarnir verða með nýjan bílaþátt á efnisveitu Amazon.
Þremenningarnir verða með nýjan bílaþátt á efnisveitu Amazon. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson