Ólaunuð Íslandskynning hjá Bieber

Stillimynd úr tónlistarmyndbandi Justins Biebers, hér er hann staddur við …
Stillimynd úr tónlistarmyndbandi Justins Biebers, hér er hann staddur við Reynisfjöru.

Myndband tónlistarmannsins Justins Biebers með laginu I'll show you var sem kunnugt er tekið upp á Íslandi og birt í fyrradag. Ekki kom þar fram hvar myndskeiðið væri tekið en Bieber hrósaði á Instagram-síðu sinni náttúrufegurð Íslands og hvatti fólk til að skoða myndbandið. En hvaða áhrif hefur þetta, er hægt að mæla ágóðann fyrir landið?

„Það er svolítið erfitt að finna út krónutölu eða fjölda ferðamanna,“ segir Daði Guðjónsson, verkefnisstjóri í ferðaþjónustu og skapandi greinum hjá Íslandsstofu. „En Bieber er með 42 milljónir fylgjenda á Instagram. Og ég skoðaði myndir sem hann póstaði úr Íslandsförinni og hver mynd hefur fengið að meðaltali 1,3 milljónir „læka“ og mikið af athugasemdum. Hann er með tæplega 70 milljónir fylgjenda á Twitter, rúmlega 70 milljónir á Facebook.

Hann er einn af áhrifamestu tónlistarmönnum í heiminum í dag og í dag [þriðjudag] hefur verið horft á myndbandið tæplega fimm milljón sinnum. Þetta eru gríðarlegar tölur en það er svolítið erfitt að meta nákvæmlega hvaða áhrif þetta hefur fyrir Ísland til skemmri eða lengri tíma. Það sem við vitum er að þetta myndband vekur mikla athygli og kemur Íslandi enn frekar á kortið og þá líka hjá nýjum hópi ferðamanna sem kannski hafa ekki verið hluti af okkar markhópi.“

Daði sagði líka athyglisvert að þeir sem sjái myndbandið séu mjög forvitnir um það hvar það sé tekið. Krakkarnir spyrji hvort þetta sé einhver draumaveröld, hvar þetta sé. Íslensk náttúra höfði greinilega mjög til áhorfendanna en nafnið á landinu komi hvergi fram. Þetta veki enn meiri forvitni. Sumir tengi umhverfið við Nýja-Sjáland eða aðra áfangastaði.

„En það sem mér finnst mjög skemmtilegt er að sjá að Íslendingar eru mjög duglegir að koma inn og tjá sig. Þeir fræða áhorfendur um Ísland og þá hefst oft samtal um landið inni á þessum spjallþráðum. Þarna er ákveðið tækifæri.“

Myndböndin áhrifavaldur

Daði Guðjónsson segir að auðvitað sé ýmislegt á myndbandi Biebers sem Íslandsstofa hefði ekki viljað sjá, til dæmis að hann stingi sér í ískalt vatnið í Jökulsárlóni. Það sendi varasöm skilaboð til ferðamanna. En könnun Ferðamálastofu hafi sýnt að 14,3% þeirra sem ferðist hingað nefni sem áhrifaþátt að þeir hafi séð Ísland í kvikmynd, sjónvarpsþáttum og tónlistarmyndböndum. Síðastnefndi þátturinn sé því áhrifavaldur sem menn séu mjög meðvitaðir um í ferðaþjónustunni. Ungt fólk ferðist kannski til Íslands þegar það hafi efni á að sjá landið sem það kynntist fyrst á myndbandinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verðurðu að hægja aðeins á þér og gefa þér tíma til þess að fara í gegnum persónuleg mál sem þola enga bið. Umgengni lýsir innri manni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
4
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verðurðu að hægja aðeins á þér og gefa þér tíma til þess að fara í gegnum persónuleg mál sem þola enga bið. Umgengni lýsir innri manni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
4
Kolbrún Valbergsdóttir