Óttast að fólk elti Bieber

Justin Bieber fer ofan í Jökulsárlón í myndskeiðinu
Justin Bieber fer ofan í Jökulsárlón í myndskeiðinu Skjáskot af YouTube

Varað er við því að fólk geri eins og Justin Bieber gerir í nýjasta myndskeiði sínu - að vaða út í ískalt Jökulsárlónið. Yfir 8,6 milljónir hafa horft á myndskeiðið á YouTube frá því var sett inn á netið fyrir tveimur dögum.

Á vefnum TMZ er fjallað um myndskeiðið við lagið I'll Show You sem er mikil landkynning fyrir Ísland. En það er greinilegt að starfsmenn Jökulsárlóns ferðaþjónustu óttist að aðdáendur söngvarans muni fylgja í fótspor hans í bókstaflegri merkinu og fara út í jökulvatnið. Samkvæmt TMZ getur það kostað fólk lífið.

Heimildir TMZ herma að að hitastig vatnsins í Jökulsárlóni sé á milli þriggja gráðu hita niður í þriggja gráðu frost og ef kuldinn drepur þig ekki þá gera ísjakarnir það.

Ferðaþjónustufyrirtækið hafi tjáð blaðamanni að það væri ekki ólöglegt að synda í Jökulsárlóni heldur heimskulegt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vanræktu hvorki vini þína né vandamenn. Eitthvað í undirvitundinni segir þér að fara varlega í umferðinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Karin Härjegård
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vanræktu hvorki vini þína né vandamenn. Eitthvað í undirvitundinni segir þér að fara varlega í umferðinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Karin Härjegård