Ástralía tekur þátt aftur

Guy Sebastian var fulltrúi Ástralíu í Eurovision í vor
Guy Sebastian var fulltrúi Ástralíu í Eurovision í vor AFP

Ástralía ætlar að taka þátt í Eurovision á næsta ári líkt og í ár en fulltrúi Ástralíu, Guy Sebastian, hafnaði í fimmta sæti í keppninni í ár.

Vegna góðs gengis fyrrverandi Idol stjörnunnar frá Ástralíu var ákveðið að bjóða Ástralíu að taka þátt að nýju og í morgun var tilkynnt um að boðið yrði þegið. Það er sjónvarpsstöðin SBS, sem hefur sýnt keppnina á hverju ári frá 1983, sem tilkynnti um þátttökuna í dag.

Alls horfa um 200 milljónir manna á Eurovision á hverju ári og nýtur keppnin mikilla vinsælda meðal Ástrala.

Í Vín í ár var Ástralíu tryggt sæti í úrslitakeppninni en á næsta ári í Stokkhólmi þarf Ástralía að taka þátt í undankeppninni líkt og flest önnur lönd.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vini þína ekki eggja þig til eyðslusemi. Hvort sem þú verður ástfanginn eða leikur þér að saklausu daðri verður líf þitt óvenju spennandi næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Ragnheiður Jónsdóttir
5
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu vini þína ekki eggja þig til eyðslusemi. Hvort sem þú verður ástfanginn eða leikur þér að saklausu daðri verður líf þitt óvenju spennandi næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
4
Ragnheiður Jónsdóttir
5
Snæbjörn Arngrímsson