Charlie Sheen: „Ég er með HIV“

Charlie Sheen játaði að vera smitaður af HIV.
Charlie Sheen játaði að vera smitaður af HIV. IBL / Rex Features

Leikarinn Charlie Sheen kom fram í sjónvarpsviðtali á NBC í dag, þar sem hann staðfesti að hann sé smitaður af HIV. The Guardian greindi frá þessu.

Fjölmiðlar fóru mikinn í gær þegar þeir greindu frá því að Sheen væri smitaður af veirunni, en vangaveltur hafa verið uppi um heilsu leikarans um hríð.

„Ég er hér til að viðurkenna að ég er í raun og veru smitaður af HIV, ég verð að stöðva þessar árásir, þessa stórskotahríð, þennan hálfsannleik og skaðlegu sögusagnirnar sem ógna heilsu svo margra annarra“ sagði leikarinn í samtali við þáttarstjórnandann Matt Lauer.

Sheen segist hafa fengið greininguna fyrir rúmum fjórum árum, en segist ekki vera viss um hvernig hann smitaðist. Ennfremur segist hann handviss um að hann hafi ekki smitað neinn annan.

Leikarinn játaði þess að auki að hafa greitt aðilum fyrir þagmælsku sína, en sagðist muna hætta því nú þegar leyndarmálið er komið fram í dagsljósið.

„Ég leysi sjálfan mig úr þessu fangelsi í dag.“

Sheen heldur því fram að síðan hann greindist með veiruna hafi hann tjáð öllum bólfélögum sínum frá smitinu. Ennfremur bætir hann við að hann hafi einungis stundað óvarið kynlíf með tveimur aðilum, sem einnig væru undir umsjá læknis hans, Robert Huizenga.

Læknir Sheen greindi frá því að leikarinn sé ekki haldinn alnæmi, og að magn HIV veirunnar í blóði hans sé það lítið að það mælist ekki. Huizenga segist jafnframt frekar hafa áhyggjur af áfengis- og vímuefnanotkun hans, heldur en HIV-smitinu.

Leikarinn neitaði því að óútreiknanleg hegðun hans undanfarin ár tengist veikindum hans, en árið 2011 var honum sagt upp störfum vegna óviðeigandi hegðunar. Á þeim tíma var Sheen launahæsti sjónvarpsleikarinn, en hann fór með hlutverk í þáttunum Two and a Half Men.

Frétt mbl.is: Slúðurpressan segir Sheen með HIV

Frétt mbl.is: Sheen kærður fyrir að leyna veikindum sínum

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir