Sheen kærður fyrir að leyna veikindum sínum

Charlie Sheen á leið í réttarsal vegna máls er varðar …
Charlie Sheen á leið í réttarsal vegna máls er varðar barsmíðr hans á fyrrverandi konu sinni, Brooke Mueller. mbl.is/AFP

Slúðurpressan heldur því fram að Denise Richards hafi vitað af veikindum fyrrverandi eiginmanns hennar, Charlie Sheen, í nokkur ár, en í gær var greint frá því að leikarinn væri smitaður af HIV veirunni.

Sheen og Richards voru gift í fjögur ár og eiga saman tvær dætur, Sam og Lolu. Hjónin skildu árið 2006.

Ónefndur heimildamaður greindi frá því að leikkonan hafi vitað af veikindunum, og segir leikarann hafa smitast fyrir fjórum árum, eða svo, líkt og fram kemur í frétt Daily Mirror.

Leikarinn hefur stært sig að því að hafa í gegnum árin sængað hjá yfir 5.000 konum, þar á meðal fjölda vændiskvenna og strípidansmeyja.

Samkvæmt heimildum Radar Online halda í það minnsta fjórar konur því fram að Sheen hafi smitað þær að veirunni, en hann er einnig sagður hafa borgað einni þeirra fyrir þagmælsku sína.

Samkvæmt vefmiðlinum hafa nokkrar kærur verið lagðar fram á hendur leikarans fyrir að hafa leynt veikindum sínum og vísvitandi sængað hjá fjölda kvenna án þess að greina frá ástandi sínu.

Frétt mbl.is: Slúðurpressan segir Sheen með HIV

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup