Lamar Odom verður aldrei samur

Lamar Odom var vinsæll á vellinum.
Lamar Odom var vinsæll á vellinum. mbl.is/AFP

Það þótti kraftaverki líkast að körfuboltakappinn Lamar Odom kæmist aftur til meðvitundar eftir að hafa fundist rænulaus á vændishúsi fyrr á árinu. Hann liggur enn á sjúkrahúsi en ólíklegt er að hann losni þaðan í bráð.

Körfuboltakappinn fyrrverandi varð fyrir súrefnisskorti, auk þess sem hann fékk heilablóðfall. Hann á í kjölfarið bæði í erfiðleikum með gang sem og að tjá sig. Þess að auki þjáist hann af minnisleysi og er afar ringlaður.

Heimildarmenn hafa greint frá því að hann muni að öllum líkindum ekki ná sér að fullu, en líklegt þykir að hann muni þurfa á aðstoð að halda það sem eftir er.

„Þess er langt að bíða að hann yfirgefi spítalann, og þegar það gerist mun hann þurfa á daglegri umönnun að halda. Hann getur ekki séð um sig sjálfur,“ sagði ónefndur heimildarmaður í samtali við tímaritið People.

„Lamar er að takast á við alvarleg, langvinn veikindi. Líf hans mun aldrei verða samt.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eftir siglingu á lygnum sjó dregur allt í einu til tíðinda hjá þér í ástamálunum. Reyndu að eyða tíma úti í náttúrunni, lestu bók eða farðu í gönguferð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eftir siglingu á lygnum sjó dregur allt í einu til tíðinda hjá þér í ástamálunum. Reyndu að eyða tíma úti í náttúrunni, lestu bók eða farðu í gönguferð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup